miðvikudagur, mars 29, 2006

 

saumó!!!

jæja..gærkveldið var djéddjað! Það var nefnilega "saumaklúbbur" hjá okkur túttunum..Sigga mín var gestgjafinn þannig að við skunduðum allar á Selfoss.. og allar með einhvað góðgæti.. ég og valgerður forum upp í bakarameistara og keiftum flotta köku og forum með, nú svo brunuðum við í hnakkabæ..þar voru tútturnar allar mættar..fyrir utan þær sem beiluðu og þá sem er í Mílanó!0 kræsingarnar sem voru á borðum...váááá! Við erum greinilega snilldar"húsmæður"..:p svo var Sigga með helvíti skemmtilegt slideshow af okkur öllum..mjööögg flott..og fyndnar myndir þar á ferð!

Nú eftir að hafa étið á okkur gat! Kíktum við í Hótelið..í búðina sem Sigga vinnur í..Sigga bara með lykil þannig að við höfðum búðina útaf fyrir okkur og mátuðum og mátuðum... ég keypti tvo boli fyrir gjafabréfið frá stelpunum geggjað flottir. En svo var bara brunað aftur í höfnina klárað að læra og svo var bara drifið sig í bólið.

Í dag fór eg til ömmu og lagði mig var ekki alveg að meika það að fara í skólan svona snemma og ikker slappleiki en þá í manni svo fór ég í skólan um hálf tólf í íslensku og ætlaði í listasögu en þá var ekki tími svo ég nýtti bara tíman til þess að læra því ég ætla að fara óvænt til eyja á morgun og koma öllum á óvart þar því það búast allir við mér á föstudaginn. En við fluttum verkefnið okkar í listir og menningu og gekk það bara mjög vel og hef ég ekki verið svona ánægð með verkefni í þessum áfanga.

En Gísli var að kaupa sér krossara og er hann alveg vitlaus í að ég seti mynd af hjólinu inn á bloggið og mun ég gera það von bráðar. En þá er þetta nú að fara verða gott ég kem með sögu úr eyjum úr fermingunni:)


þriðjudagur, mars 28, 2006

 

jæja... fjórða bloggið!!!!

Jæja þá er það fjórða bloggið mitt og ég held að ég hafi ekki bloggað svona ört síðan ég kom fyrst með blogg. Það er nú einhver slappleiki í mér og geng ég hér um gangana eins og ný dreginn upp úr ruslatunnu, en mér finnst það nú í góðu lagi þar sem ég mæti nú ekki í skólann í þeim tilgangi að ætla að vinna fegurðarsamkeppni eins og nú sumar stelpur hérna í skólanum. En gærdagurinn var nokkuð góður ég hélt að hann yrði lengi að líða því ég var í skólanum frá 8:10 ? 17:40 en hann var semsagt bara nokkuð góður. Ég er orðin nokkuð ánægð með verkefnin mín í sjónlist og ég fékk möppuna mína aftur og fékk 9 fyrir hana nokkuð gott ha!! En í lim gengur allt mjög vel fyrstaskiptið allt að verða tilbúið og heimasíðan orðin nokkuð flott.
Eftir skóla brunuðum við bara beint heim eftir ógeðslegustu strætó ferð sem ég hef farið í hélt að ég yrði ekki eldri en það hafðist...

þegar við komum heim ætlaði ég að fara að horfa á sjónvarpið en var orðinn ikkað skrítinn svo ég spjallaði smá við þuru og fór svo bara inn í herbergi og ætlaði að horfa á idolið á sirkus en mín bara steinsofnaði og vaknaði enn slöpp í morgunn en þar sem skóladagurinn er stuttur hjá mér þá dreif ég mig í skólann en ætla strax heim til ömmu upp í sófa og vera þar, þar til ég fer heim. En nú er nóg komið bæbæ....


mánudagur, mars 27, 2006

 

eyjar

Jæja þá er að segja frá eyjaferðinni. Ferðin var bara nokkuð góð. Hún byrjaði á því að ég fór í Herjólf oo hélt að ég myndi ekki ná um borð því það var svo mikið af krökkum og ég átti eftir að bóka mig um borð. En það náðist og ferðin gekk mjög vel ég svaf eins og ungabarn. Þegar ég kom til eyja fór ég beint heim og hitti alla. Kom mér fyrir og kíkti aðeins á Lísu og unni en ég var svo þreytt að ég fór bara fljótlega heim. Í gær tók pabbi bílinn okkar í nösina ég held að hann hafi ekki verið svona hreinn síðan gísli keypti hann. Síðan náði ég í Gísla í flug og hann fór og skoðaði hjólið sem hann var að spá í og hann skellti sér bara á það. Um kvöldið kíktum við bara til Emmu og Didda og svo til Guðný. Síðan var bara farið heim og kúrað því Gísli fór með fyrriferðinni með Herjólfi til þess að getað leikið sér á hjólinu og ver ég í smá tíma lengur og fór ekki fyrr en með seinniferðinni.
þegar ég kom heim fórum við gísli á selfoss að horfa á þór þ. Keppa á móti Fsu í körfubolta og auðvitað unnu þorlákshafnar strákarnir
:) en eftir leikin fórum við í pullarann og svo var farið heim að sofa og hef ég aldrei verið jafn þreytt og áðan þegar ég vaknaði. En nú er tekinn við önnur skóla vika. Vonandi verður hún fljót að líða því við erum að fara aftur til eyja næstu helgi því það er verið að ferma bróður minn. En nú held ég að þetta sé að verða gott.

En ég var nú bara að velta því fyrir mér hvað maður getur ætlast af vinum sínum endilega commentið ef þið hafið einhverja skoðun á því . því mig langar svolítið að komast að því :/


fimmtudagur, mars 23, 2006

 

Afmælið mitt

Jáhh.... þá er það að segja frá afmælisdeginum sem var í alla staði frábær tongue hann byrjaði þannig að gísli vakti mig og færði mér gjöfina frá honum og var það dekur í baðhúsinu ummm....love struck en svo var haldið af stað til ömmu og svo í skólann en sem betur fer var þetta bara stuttur dagur því ég vildi nú ekki eiða deginum í skólanum. En um 4 náði valgerður í mig og var leiðinni haldið upp í bakarí og náð í flottu kökuna sem ég pantaði og váá var hún flott enda var hún ekkert smá fljót að hverfa. Þá var ferðinni haldið til Þorlákshafnar þar sem ættingjar Gísla komu í kaffi og kökur. Ég held bara að ég hafi ekki fengið svona margar og flottar gjafir síðan ég bara veit ekki hvenær, ég fékk gjafabréf í kringlunni, gjafabréf á lækjabrekku, rúmföt, mynd, gjaldeyri, kerti og fullt meira. Held barasta að ég þurfi ekki að kaupa gjaldeyri áður en við förum út ég á orðið svo mikið batting eyelashes

En um áttaleitið komu nokkrar stelpur til mín og sátum við bara og spjölluðum og slúðruðum stelpurnar fengu sér kökur og pasta en ég sat þarna alveg að springa því ég held að ég hafi borðað þennan dag fyrir alla vikuna sick en þá held ég að ég sé bara búin að segja frá deginum svona nokkurn vegin big grin svo var bara farið inn í herbergi og stein sofnað sleepy

En ég er að fara til eyja á morgun að ég get ekki beðið, það er nú ekki langt síðan ég var þar en það er alltaf gott að fara heim til mömmu og pabba big hug


mánudagur, mars 20, 2006

 

Helgin

Jæja þá styttist óðum í afmælið mitt og get ég varla beðið eftir morgundeginum. Það er búið að vera að skipuleggja smá afmælis boð um helginna og ætlum við að hafa það á morgunn og fagna því að það eru 20 ár síðan ég kom í þennan heimtongue en allavega þá er ég að gera þetta verkefni í MHL og áttum við aða setja upp þetta blogg eigum við að blogga í 7 daga.

Helginn hjá mér var nú bara nokkuð góð á föstu daginn fórum við Gísli í bíó svona aðeins til að gera eitthvað en ég átti að mæta í vinnu kl:5 um nóttina og var ég orðin svolítið þreytt bara á að hugsa um það að vakna svona snemma en þegar við vorum búinn í bíó fórum við bara beint heim til ömmu og ég stein sofnaði.sleepy Eftir vinnu á laugardeginum fór Gísli til þorló en ég varð eftir hjá ömmu og notaði tímann til að læra og sofa smá. Svo bauð amma mér út að borða, svo var bara haldið aftur heim til hennar og farið að sofa semsagt mikið sofið á daginn þegar maður vinur í bakaríi og þarf að vakna fyrir allar aldir.yawn Vinnan á sunndeginum samanstóð af pirring og pólverja sem skildi ekki neitt, semsagt ég var að vinna með pólskri konu sem skildi mig ekki og þar sem við vorum bara tvær en ekki þrjár eða fjórar hélt ég að við yrðum þarna langt fram á dag en pólverjar vinna svo hratt að það er ekki fyndið hún vann bara alveg á 1010 sko og viti menn við vorum komnar heim kl:12:00 þrátt fyrir stóra aukapöntun. En gær dagurinn var nú bara nokkuð góður Gísli náði í mig í bæinn og fórum við í bónus og versluðum smá fyrir afmælið, þá hringdi rúnar og bað okkur að ná í sig en hann vissi ekki hvar hann var J vissi bara að húsið var nr. 66 J hehe.... en það reddaðist og við héldum heim og lærði ég aðeins meira. En hvað þarf maður að vita hvenær Y kom inn í íslensku eða hvenær það var hætt að nota alla sérhljóðana ég skil ekki þessa íslensku kennslu í skólanum angry

En um kvöldið var bara tekinn rólegheit á þetta og spiluðum við heimilisfólkið. (það getur stundum verið gott að vera 8 í fjölskildu) og svo var ég orðinn svo þreytt að ég fór bara að sofa á undan öllum. J en þetta er nú bara svona venjuleg helgi hjá mér þegar ég er að vinna.

En ég segi ykkur nú frá afmælinu á morgunn það verður gaman að hitta stelpurnar við höfum ekki hist síðan fyrir jól og ekki vorum við allar og verðum það reyndar ekki heldur á morgun því það er nú ekki bara hægt að finna tíma þar sem 12 stelpur geta hist á sama tímanum. Jæja þá held ég að þetta sé að verða gott heyrumst call me - New!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?