fimmtudagur, mars 23, 2006

 

Afmælið mitt

Jáhh.... þá er það að segja frá afmælisdeginum sem var í alla staði frábær tongue hann byrjaði þannig að gísli vakti mig og færði mér gjöfina frá honum og var það dekur í baðhúsinu ummm....love struck en svo var haldið af stað til ömmu og svo í skólann en sem betur fer var þetta bara stuttur dagur því ég vildi nú ekki eiða deginum í skólanum. En um 4 náði valgerður í mig og var leiðinni haldið upp í bakarí og náð í flottu kökuna sem ég pantaði og váá var hún flott enda var hún ekkert smá fljót að hverfa. Þá var ferðinni haldið til Þorlákshafnar þar sem ættingjar Gísla komu í kaffi og kökur. Ég held bara að ég hafi ekki fengið svona margar og flottar gjafir síðan ég bara veit ekki hvenær, ég fékk gjafabréf í kringlunni, gjafabréf á lækjabrekku, rúmföt, mynd, gjaldeyri, kerti og fullt meira. Held barasta að ég þurfi ekki að kaupa gjaldeyri áður en við förum út ég á orðið svo mikið batting eyelashes

En um áttaleitið komu nokkrar stelpur til mín og sátum við bara og spjölluðum og slúðruðum stelpurnar fengu sér kökur og pasta en ég sat þarna alveg að springa því ég held að ég hafi borðað þennan dag fyrir alla vikuna sick en þá held ég að ég sé bara búin að segja frá deginum svona nokkurn vegin big grin svo var bara farið inn í herbergi og stein sofnað sleepy

En ég er að fara til eyja á morgun að ég get ekki beðið, það er nú ekki langt síðan ég var þar en það er alltaf gott að fara heim til mömmu og pabba big hug


Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?