mánudagur, mars 27, 2006
eyjar
Jæja þá er að segja frá eyjaferðinni. Ferðin var bara nokkuð góð. Hún byrjaði á því að ég fór í Herjólf oo hélt að ég myndi ekki ná um borð því það var svo mikið af krökkum og ég átti eftir að bóka mig um borð. En það náðist og ferðin gekk mjög vel ég svaf eins og ungabarn. Þegar ég kom til eyja fór ég beint heim og hitti alla. Kom mér fyrir og kíkti aðeins á Lísu og unni en ég var svo þreytt að ég fór bara fljótlega heim. Í gær tók pabbi bílinn okkar í nösina ég held að hann hafi ekki verið svona hreinn síðan gísli keypti hann. Síðan náði ég í Gísla í flug og hann fór og skoðaði hjólið sem hann var að spá í og hann skellti sér bara á það. Um kvöldið kíktum við bara til Emmu og Didda og svo til Guðný. Síðan var bara farið heim og kúrað því Gísli fór með fyrriferðinni með Herjólfi til þess að getað leikið sér á hjólinu og ver ég í smá tíma lengur og fór ekki fyrr en með seinniferðinni.
þegar ég kom heim fórum við gísli á selfoss að horfa á þór þ. Keppa á móti Fsu í körfubolta og auðvitað unnu þorlákshafnar strákarnir :) en eftir leikin fórum við í pullarann og svo var farið heim að sofa og hef ég aldrei verið jafn þreytt og áðan þegar ég vaknaði. En nú er tekinn við önnur skóla vika. Vonandi verður hún fljót að líða því við erum að fara aftur til eyja næstu helgi því það er verið að ferma bróður minn. En nú held ég að þetta sé að verða gott.
En ég var nú bara að velta því fyrir mér hvað maður getur ætlast af vinum sínum endilega commentið ef þið hafið einhverja skoðun á því . því mig langar svolítið að komast að því :/