mánudagur, mars 20, 2006
Helgin
Jæja þá styttist óðum í afmælið mitt og get ég varla beðið eftir morgundeginum. Það er búið að vera að skipuleggja smá afmælis boð um helginna og ætlum við að hafa það á morgunn og fagna því að það eru 20 ár síðan ég kom í þennan heim en allavega þá er ég að gera þetta verkefni í MHL og áttum við aða setja upp þetta blogg eigum við að blogga í 7 daga.
Helginn hjá mér var nú bara nokkuð góð á föstu daginn fórum við Gísli í bíó svona aðeins til að gera eitthvað en ég átti að mæta í vinnu kl:5 um nóttina og var ég orðin svolítið þreytt bara á að hugsa um það að vakna svona snemma en þegar við vorum búinn í bíó fórum við bara beint heim til ömmu og ég stein sofnaði. Eftir vinnu á laugardeginum fór Gísli til þorló en ég varð eftir hjá ömmu og notaði tímann til að læra og sofa smá. Svo bauð amma mér út að borða, svo var bara haldið aftur heim til hennar og farið að sofa semsagt mikið sofið á daginn þegar maður vinur í bakaríi og þarf að vakna fyrir allar aldir.
Vinnan á sunndeginum samanstóð af pirring og pólverja sem skildi ekki neitt, semsagt ég var að vinna með pólskri konu sem skildi mig ekki og þar sem við vorum bara tvær en ekki þrjár eða fjórar hélt ég að við yrðum þarna langt fram á dag en pólverjar vinna svo hratt að það er ekki fyndið hún vann bara alveg á 1010 sko og viti menn við vorum komnar heim kl:12:00 þrátt fyrir stóra aukapöntun. En gær dagurinn var nú bara nokkuð góður Gísli náði í mig í bæinn og fórum við í bónus og versluðum smá fyrir afmælið, þá hringdi rúnar og bað okkur að ná í sig en hann vissi ekki hvar hann var J vissi bara að húsið var nr. 66 J hehe.... en það reddaðist og við héldum heim og lærði ég aðeins meira. En hvað þarf maður að vita hvenær Y kom inn í íslensku eða hvenær það var hætt að nota alla sérhljóðana ég skil ekki þessa íslensku kennslu í skólanum
En um kvöldið var bara tekinn rólegheit á þetta og spiluðum við heimilisfólkið. (það getur stundum verið gott að vera 8 í fjölskildu) og svo var ég orðinn svo þreytt að ég fór bara að sofa á undan öllum. J en þetta er nú bara svona venjuleg helgi hjá mér þegar ég er að vinna.
En ég segi ykkur nú frá afmælinu á morgunn það verður gaman að hitta stelpurnar við höfum ekki hist síðan fyrir jól og ekki vorum við allar og verðum það reyndar ekki heldur á morgun því það er nú ekki bara hægt að finna tíma þar sem 12 stelpur geta hist á sama tímanum. Jæja þá held ég að þetta sé að verða gott heyrumst