þriðjudagur, mars 28, 2006
jæja... fjórða bloggið!!!!
Jæja þá er það fjórða bloggið mitt og ég held að ég hafi ekki bloggað svona ört síðan ég kom fyrst með blogg. Það er nú einhver slappleiki í mér og geng ég hér um gangana eins og ný dreginn upp úr ruslatunnu, en mér finnst það nú í góðu lagi þar sem ég mæti nú ekki í skólann í þeim tilgangi að ætla að vinna fegurðarsamkeppni eins og nú sumar stelpur hérna í skólanum. En gærdagurinn var nokkuð góður ég hélt að hann yrði lengi að líða því ég var í skólanum frá 8:10 ? 17:40 en hann var semsagt bara nokkuð góður. Ég er orðin nokkuð ánægð með verkefnin mín í sjónlist og ég fékk möppuna mína aftur og fékk 9 fyrir hana nokkuð gott ha!! En í lim gengur allt mjög vel fyrstaskiptið allt að verða tilbúið og heimasíðan orðin nokkuð flott.
Eftir skóla brunuðum við bara beint heim eftir ógeðslegustu strætó ferð sem ég hef farið í hélt að ég yrði ekki eldri en það hafðist...
þegar við komum heim ætlaði ég að fara að horfa á sjónvarpið en var orðinn ikkað skrítinn svo ég spjallaði smá við þuru og fór svo bara inn í herbergi og ætlaði að horfa á idolið á sirkus en mín bara steinsofnaði og vaknaði enn slöpp í morgunn en þar sem skóladagurinn er stuttur hjá mér þá dreif ég mig í skólann en ætla strax heim til ömmu upp í sófa og vera þar, þar til ég fer heim. En nú er nóg komið bæbæ....